Dæmalaus banani

Nú er svo komið að meira að segja harðsvíruðum tréhausum eins og mér er nóg boðið. Ljóst er að hið "Nýja Ísland" verður ekkert siðmenntaðra og betra en það gamla. Núverandi valdsmenn gæta sinna sérhagsmuna eins og sjáaldurs auga síns. Alþingi hefur heldur betur sett niður á undanförnum árum og er nú einungis afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnarflokkana. Þar er ekkert frumkvæði að neinu leyti, enda að mestu leyti skipað vesalingum. Framtíðarsýnin er ekki beisin, víst er að ekki fáum við skjól fyrir íslenskum ráðamönnum innan ESB, því þangað komumst við ekki , þökk sé þeirra sérhagsmunum. Spillingin þrífst sem aldrei fyrr. Dæmin sjáum við alls staðar : Pabbinn að endurskoða soninn og segir sig svo frá því þegar opinbert var orðið, en ekki fyrr,  bankastjórar bankannna sem koma úr þeim ranni sem settu okkur á hausinn. Nýjasta nýtt eru svo forvígismenn lífeyrissjóðanna, sem búnir eru að glata áralöngum sparnaði umbjóðenda sinna, ekki dettur þeim í hug að segja af sér enda allir með milli 20 - 30 milljónir í árslaun. Stéttarfélagamafían stendur dygg vörð um þessa stjórnendur, enda falla eflaust einhverjir molar af þeim fyrrum nægtaborðum á þeirra disk. Hvar eru aukafundir þessara sjóða, hvar eru launalækkanir þessara stjóra - var þetta ekki árangurstengt ? hefur eitthvað farið framhjá mér ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theo

Höfundur

Theo
Theo
Gamall kverúlant hverjum ekkert er heilagt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband